fimmtudagur, október 26, 2006

Mannvonska.

Löglegt að hæða og niðurlægja samkynhneigða í Færeyjum
Í Færeyjum er löglegt að hóta, hæða og niðurlægja homma og lesbíur. Danskur háskólanemi hefur hafið alþjóðlega undirskriftasöfnun, til þess að fá þessu breytt.
Í næsta mánuði mun lögþingið í Færeyjum greiða atkvæði um lög sem gera það ólöglegt og refsivert að níðast á samkynhneigðum þegnum eyríkisins. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta ári, og þá var það fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Margir hinna færeysku þingmanna þrumuðu þá, með Biblíuna í hendinni, að karlmenn sem lægju með karlmönnum kæmust ekki í himnaríki.
Fram að atkvæðagreiðslunni ætlar danski háskólaneminn Nynne Nörup að safna undirskriftum á netfanginu www.act-against-homophobia.underskrifter.dk. Undirskriftalistinn verður svo afhentur lögþinginu áður en atkvæðagreiðslan hefst.

Þessi frétt á vísi.is í dag.
Skora á alla að fara inn á þennann link og mótmæla.

Immagaddus segir..................

3 ummæli:

  1. Nafnlaus7:17 e.h.

    1. er þetta að breytast í einhvern helvítis atómljóðabálk?

    2. mótmæla hverju? að daninn ætli að mótmæla?

    3. Nynne Nörup er hommalegt nafn.

    Word verification dagsins er:
    hpqajg
    sem er hommagay á færeysku

    SvaraEyða
  2. 1. Atómljóðabálk nei.
    2. Alþjóðleg mótmæli.
    3. Nynne Nörup er hommalegt nafn.

    4. Þar er engin skeið.

    Word verification dagsins er.
    lxtjdu.
    sem er leggstu á kvefsku.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus12:31 f.h.

    Við lestur þessarar bloggfærslu og svo skapvonskufærslunnar sem á undan er, þá er ljóst að Immagaddus er annaðhvort hættur á lyfjunum, eða þá að geðklofinn er að ná yfirhöndinni.

    Word Verifaication dagsins er lgqqt, sem er hommajómfrú að kúgast við prótíninntöku.

    SvaraEyða