mánudagur, nóvember 27, 2006

Mán, u. Dag, ur.

Það er mánudagur í dag.
Og þegar þetta er skrifað er sunnudagsmaturinn að malla í ofninum.
Lambafille með fitu.

Enginn andskotans þverskorinn Ýsa á þessum bæ á mánudegi.
Þarf að muna að fara með 1/2 dilk til Feitabjarnar á morgun.
Sem er efni í blogg hjá honum.
Beggi kom og dró dilk á eftir sér.
Eða þaggnigg.

Skelfilega er samt gaman að fá sér jólabjór á mánudegi.
Að vísu síðasti jólabjórinn í ísskápnum, en samt gaman.
Usual 13 tíma mánudagur hjá mér í vinnu.
Fór samt um 14:30.

Það er samt kalt úti.

Immagaddus segir.........

1 ummæli:

  1. Nafnlaus6:20 e.h.

    Maður á ekki að draga vini sína í dilka.

    Word verification dagsins er:
    efcyz
    Sem er Elvis á bosnísku.

    SvaraEyða