fimmtudagur, janúar 25, 2007

Skokkarar.

Eins og alþjóð veit.
Elska ég skokkhópa.

Var að labba heim af Ölver.
Gert það stundum.
Mæti skokkhópi.
Geri það stundum.

Núna var ég í nokkuð góðu skapi þegar ég nokkuð hífaður gekk fram á skokkhóp sem var eitthvað að flíta sér. Með ufsilon íi, því það á að skrifa flýta sér en ekki flíta sér.
En hvað um það.
Ég miðaði á síðustu persónuna í hópnum.
Minnugur þess að ég hafði keypt BBQ sósu í 10-11 rétt áður.
Jibbííí.
Síðasi skokkarinn var kona.
Ég stoppaði hana og spurði.
Í staðinn fyrir að að reyna að ná hópnum, kemur þú þá bara ekki heim með mér og ég ber á þig BBQ sósu, og við spinnum eitthvað út frá því. Og lyfti upp BBQ sósuflöskunni.
Hræðslusvipurinn á stelpugreyinu var óborganlegur.
Ég elska skokkhópa.
Verst við það.
Að skokkhópar virðast ekki hafa neinn húmor.
Sérstaklega ef þeir eru einir og sér.


Immagaddus segir........

Engin ummæli:

Skrifa ummæli