Jibbí!!!
Laugardagskvöld. 1/3 af þjóðinni er núna að drekka brennivín fyrir síðasta aurinn áður en næsta útborgun kemur, og verður ógeðslega fúl yfir því að þurfa að hafa kjötfars í sunnudagsmatinn, vegna fórnarkostnaðar skemmtanahalds.Ég hins vegar er að reyna að krafsa mig gegnum það, hvernig byrja skal á bloggsíðu.
Vel hífaður eins og áður talin 1/3 þjóðarinnar.
Á bara nokkuð gott samt þar sem téður er kjötiðnaðarmaður og þarf því ekki að éta kjötfars á morgun.
Í þessu fyrsta bloggi vil ég koma á framfæri að sum, eða ekki flest öll blogg sem ég mun senda frá mér, verða og koma alltaf til með að verða svolítið absúrd, kjánaleg,súr,og á hæðsta máta algert bull. Allar þær stafsetningarvillur sem koma til með að slæðast inn í bullið eru alfarið á ykkar ábyrgð.
Uns næst.
Immagaddus
sunnudagur, febrúar 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)