Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

mánudagur, apríl 20, 2009

Hvað?

Framkvæmdarstjóri Samfylkingar: Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni

Innlent 20. apr. 2009 14:36

Framkvæmdarstjóri Samfylkingar: Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni

Afbakað af Vísi púnktur is í dag.

Framkvæmdastjóri Samslykjunnar hefur sagt af sér.

Uppsögnin kemur í kjölfar þess að rósarunni var rifinn upp
með rótum í Eden um helgina.

Á meðfylgjandi mynd sýnir Framkvæmdastjórinn, flokknum
runnann sem olli afsögninni.

Innannbúðamenn Samslykjunnar hafa haft í nógu að
snúast síðustu mínúr....
Sem hefur aðallega snúist um það að koma rósunum í vatn.

Og Stjóranum í betri föt..



Immagaddus segir...................

Að Ég held.

Það er ekki nema von að Járniðnaður
á Íslandi hafi aldrei náð sér almennilega á strik.

Bara það að málshátturinn hljóði svona.

Hamra skal járnið á meðan það er heitt.
Segir það allt.

Og hvenær er heitt á Íslandi?

Svona 30 til 50 daga á ári.

Allt of lítill tími fyrir Járniðnaðarmenn
til að geta gert eitthvað að gagni.



Immagaddus segir...............

Kostningar 2009.

Já eitthvað kosta nú þessar kosningar.

200 til 300 millur....

Hef ég heyrt.

En hvað um það...

Ég var að spöklera.

En.

Því miður veit ég ekki nóg um það sem ég
er að fara að segja.

En hvenær svosem hef ég látið það stoppa mig.

En var semsagt að spöklera.

Ef allir sem kjósa skila auðu.

Hvað gerist þá?

Er það ekki svoleiðis að þá er bæði búið
að hafna öllum stjórnmálaflokkum,
og því fólki sem er á þeirra listum?

Og ef það er svoleiðis.

Þarf þá ekki að kjósa aftur?

Og þá með þeim formerkjum að.

Enginn af þeim flokkum sem buðu fram,
í fyrri kosningunum mætti bjóða fram aftur,
Því þeim var hafnað.

Svo og að það fólk sem bauð sig fram í þeirra
nafni mætti ekki heldur bjóða sig fram aftur né
stofna eða ganga í nýjann stjórnmálaflokk,
og bjóða sig fram í þeirra nafni.

Því þjóðin hafnaði bæði flokkunum og fólkinu.

Verða þá kannski bara til hæfir stjórnmálaflokkar og hæft fólk
sem fær virkilegt tækifæri til þess að geta komið okkur á
réttan kjöl.

Ég væri alveg til að borga aðrar 200 til 300 milljónir í aðrar
kosningar ef þessar pælingar gætu orðið raunin.

Það er fórnarkostnaður sem ég er til í að borga til
að koma gömlu spilltu kerfi frá völdum.


Ps.

Þessar pælingar eru samt bara pælingar.
Við skilum aldrei öll auðu.

Það eru alltaf til þeir sem kjósa sjálfan sig.
Sennilega af því að þeir halda virkilega að þeir séu
hæfir til starfans.

Svo og nánasta fólk og fjölskilda þeirra. ( Eða fjölskylda ).
Því þau halda virkilega líka að sá sem er í
framboði sé hæfur.



Immagaddus segir.........................

Kreppuráð.













Kjósum öll Ástþór!

Því þá koma menn að utan....

Sérfræðingar...

Og setja alla þjóðina í spennitreyjur og síðan á Geðveikrahæli.

Þá þarf enginn að vinna framar...
Þrjár til fimm máltíðir á dag. ( Með kaffinu).
Lyf og heilbrigðisþjónusta ókeypis.
Allskonar föndur, ferðir,ókeypis bleyjur,
líkamsrækt,sund og sjónvarp á kvöldin.

Á Geðveikrahælinu þurfum við ekki að borga af lánum.
Á Geðveikrahælinu þurfum við ekki að kaupa inn.
Á Geðveikrahælinu þurfum við ekki að þrífa.
Á Geðveikrahælinu þurfum við ekki að þvo af okkur.
Á Geðveikrahælinu þurfum við ekki að elda.

Og svo framvegis.

Og hvað er að því að tékka sig út af núverandi Geðveikrahæli og
inn á það næsta?????


Immagaddus segir.................

laugardagur, apríl 18, 2009

Ég held svo margt.

Eitt sem ég hef verið að pæla í síðustu mánuðina er.
Hvort Pizzan hafi verið fundinn upp til þess að
það væri hægt að borða græna papriku?

Því græn paprika er ekki góð með neinum öðrum mat.




Immagaddus segir.........................