Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, júlí 30, 2008

Jæja.
























Þá erum við offissíalt orðnir varðskip.

Veiiiii!

Bylgja og ótakmarkaður fögnuður.



Immagaddus segir..................
























Baldur að leggja úr höfn á Flateyri.


Immagaddus segir..........

Margt að sjá.
























Þetta skilti er á Flateyri.


Immagaddus segir...........

Í brúnni.



















Kampakátur daginn fyrir landlegu.


Immagaddus segir....................

Ættjörð.

Stundum á vöktum út á sjó fjarri GSM, útvarpi
og öðrum " lífsins gæðum ".

Kemur manni smá kveðskapur í hug.

Veit ekki hvort ég ætti að kalla þetta kvæði
þjóðarrembing eða ættjarðarást, svo.


Ættjarðarást.

Í hafróti hugans, Ég hugsa til þín,
þú fallega ástmögur, veitir mér sýn.
Á sumarnótt bjartri sem vetrarnótt dimm,
nærgætin gætir oss þó él séu grimm.
Mín ástkæra fósturjörð berð okkur öll,
vogskorin ströndin, tindar og fjöll.
Vötnin og lækirnir, árnar og foss,
þetta allt gafst´okkur þvílíka hnoss.

Hafið sem lífgjafi,tekur í senn,
mölbrýtur skipin og fullvaxta menn.
Gælir svo blíðlegt við vog og við strönd,
upphefur andann og styrkir vor bönd.
Með eldinn og ísinn,þær andstæður tvær,
og þjóð eina litla sem lífróður rær.
Hver einasta sál sem að Guð setti hér,
á Íslandi er hérna, sem henni ber.

Í nístandi norðanátt frosin og fá,
ertu fögur að líta og vekur upp þrá.
Eftir vorblænum ljúfa með fuglum og söng,
og lífi og litum öll sóldægrin löng.
Því þrengingar dvína og drungaleg ský,
víkja og hverfa er þú vaknar á ný.
Eins og ástin sem kviknar hjá hal og hjá sprund,
ertu eilíf í hjarta mér Íslenska grund.


Höfundur.
Bergvin Gíslason.



Immagaddus segir.............

föstudagur, júlí 11, 2008