Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

mánudagur, janúar 19, 2009

Hvar erum við?

Ekkert gott
væri án ills.

Ást án haturs.

Gleði án sorgar.

Enginn Guð
án Djöfuls.

Stöndum við ein?

Eða er æðri máttur?

Æðri máttur sem
skapaði okkur í sinni mynd?

Auðvitað er Guð til.

En hann er bara ekki
alveg eins og við viljum
hafa hann.

Hann er nefnilega
ekki allur þar
sem hann er séður.




Og hann veit af biturri
reynslu að hann er ekki
alveg fullkominn.

Í reynd er hann bæði Guð og Djöfullinn.

Annað væri aðeins firra.

Hann skapaði okkur í sinni Mynd.
Og þá með öllum þeim annmörkum sem því fylgir.

Guð er ekki sá sem skrifað er um í Biblíunni nema að sumu leiti.
Biblían er trúarrit skrifað og ritskoðað af hinum ýmsum kirkjulegum
deildum gegnum aldirnar, og hefur löngum verið notað sem hrikalegt afl
til stjórnunar á mannfólkinu.

Ýmsar útgáfur eru til af Biblíunni.
Og fer þá eftir hvaða trú maðurinn aðhyllist.

Gyðingar,Múhameðstrúarmenn,Kristnir,Búdda,Hindúar ofl.
Allir trúa.
Allsaðar er gott og illt að berjast.

Allstaðar eru menn sem skýla sér á bak við sína trú.

Menn.

Sem kemur aftur að því sem ég held.

Að Guð og Djöfullinn, eru í reynd sama veran.

Guð gaf okkur frjálsan vilja.
Guði sé lof fyrir það.

Sem skýrir syndafallið að nokkru leiti.

Guð sagði við Adam og Evu í árdaga Edens.
Et eigi af skilningstrénu, því ef þið gerið það,þá
munið þið ekki vera lengur í náðinni hjá mér.

Sem þýðir einfaldlega.
Ég lofa ykkur endalausri hamingju ef þið farið eftir
reglunum sem eru inni í garðinum, en ef þið gerið eitthvað annað,
þá er ekkert víst að grasið sé grænna hinum megin.

En af því að við vorum síðar mynnt á
að við höfum frjálsan vilja þá brutum við reglurnar.

Og komust að því að grasið var ekkert grænna hinum megin.
En þá var það orðið of seint.

Svona sirka sömu reglur og þegar við stofnum til slagsmála á
bar eða borgum ekki reikninginn og förum í straff
og fáum aldrei að koma þangað aftur.

Og enn þann dag í dag höfum við ekkert lært af reynslunni.

Því Guð er í reynd alveg eins og við þegar við
erum upp á okkur versta.

Smásmugulegur,móðgunargjarn,hefnigjarn,tilætlunarsamur og langrækinn.

Samanber Sódómu og Gómorru. Og síðan Flóðinu mikla.

Hann varð virkilega svo pirraður á okkur að hann gerðist
mesti fjöldamorðingi sem sögur fara af.

Ef það er ekki djöfullegt þá veit ég ekki hvað.

Hann skapaði okkur í sinni mynd.

Einhverjir eru enn að reyna að komast inn í Eden.
Restinni er alveg sama um Eden og vilja hafa þennan
yndislega frjálsa vilja og lifa eftir honum.

Af þessu tvennu.
Eru einhverjir sem líta svo á að Guð hafi skapað okkur í sinni mynd.
Og þar af leiðandi er líkami þeirra hof Guðs.
Og Líkami okkar er hof Guðs, því hann skapaði okkur í sinni mynd.
Og þeir sem eru því fylgjandi fara vel með hof Guðs og halda að þeir séu
betri en við hin.

Við hin vitum sjálfsagt að líkami okkar er hof Guðs. en okkur er í sjálfu sér
sama, því við höfum kosið að ganga þannig um hofið, að það er ekki þangað til að
sprungur fara að myndast í því að við förum að spá í að kannski höfum við ekki
alveg viðhaldið því eins og vera ber.

Himmnaríki og Helvíti:

Guð er Djöfullinn.
Eins er Djöfullinn, Guð, sama persónan.

Eins manns Himmnaríki er annars manns Helvíti.
Eins manns Helvíti er annars manns Himmnaríki.

Himmnaríki og Helvíti eru virkilega til.

Þau eru bara hvergi til á korti.

Himmnaríki og Helvíti eru innra með okkur öllum.

Og við höfum val.
Frjálsan vilja.

Við veljum okkar skapadægur.

Og það kemur því ekkert við hvaða trú við aðhyllumst.

Það eru nefnilega til svona almennar reglur.

Dæmi um almennar reglur eru til dæmis boðorðin 10.
Nema kannski þessi fyrsta.

Maður á nefnilega alltaf að hafa hugann opinn.

En restin segir sig sjálf.

Vera góður við mömmu,pabba og vinina.
Ekki stela,ljúgja,drepa,ríða framhjá,éta of mikið,öfundast
og svo framvegis.

Þetta er allt kommon sense, svo ég sletti nú aðeins.

Þær stéttir sem hafa síðan haft með það að gera hafa í aldanna rás.
Breytt þeim ritningum sem fjöldinn á að fara eftir.

Tökum til dæmis frjásemisguðinn Pan.

Hálf geit hálfur maður.
Satan er skuggalega líkur Pan.

Það voru jú til myndir af Guði.
Því ekki að taka eitthvað líkneski og búa til
algera andstæðu við það himmneska.

Einhvern með horn,klaufir,hala.
Og eftir nokkurn tíma varð til Djöfull.

Sem er í reynd svolítið fyndið því upphaflega var Pan.
Tilbeðinn sem guð frjósemis og ástar.

En það er manninum líkt að í valdi sínu og til þess að
hafa stjórn á lýðnum, að hagræða aðeins,búa til og falsa.
Að koma ár sinni það vel fyrir borð að enginn annar komist að.

En síðan er til Guð þegar hann er í virkilega góðu skapi.

Tek sem dæmi.

Þegar hann tekur sig til og málar hin fullkomnustu sólsetur og
sólarupprásir.
Það er alveg sama hversu mörg svoleiðis málverk frá honum ég hef séð,
Ég verð aldrei leiður á þeim.

Lætur lítið barn brosa í fyrsta skipti framann í heiminn.
Ekkert fallegra til.

Læknar og líknar þjáðum sálum, og lætur lækna og vísindamenn
standa eftir agndofa.

Og síðast en ekki síst, lætur okkur líða vel augnabliki áður en við förum til hans.

Mín barátta:


Guð og Djöfullinn berjast um mig daglega.
Og ég tala daglega við þá báða.

Yfirleitt vinnur Guð. sem betur fer.
En stundum vinnur Djöfullinn.
Og þá er ég nokkurn tíma að sleikja sárin.
Og fer í sjálfsskoðun.

En það er sennilega vegna þess að ég leyfi honum að vinna.

Ekki einu sinni Guð getur sigrað Djöfullinn í sjálfum mér
þegar ég ljæ Djöflinum liðs.

Guð hefur gefið mér frjálsan vilja.
Guð hefur sýnt mér fram á hvað ég get gert.

Djöfullinn hefur gefið mér frjálsan vilja.
Sú leið sem hann sýnir mér er ekki eins túristavæn,
en á tímum fer ég hana samt.

En þegar ég er orðinn leiður á þeim holótta innantóma vegi.
Fer ég inn á slétta kaflann aftur og vona að skemmdirnar
á sálartetrinu og hofinu séu ekki of miklar.

Ég á eftir að berjast mörgum sinnum aftur á þessari ævi minni.

Þakka þeim báðum þegar það er vopnahlé.

Annars myndi ég ekki lifa þetta af.


Immagaddus segir..............

Í kvöld.



















Jæja þá ræðst það víst í kvöld hvort Liverpool nær toppsætinu aftur.




Immagaddus segir.................