Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

föstudagur, ágúst 10, 2007

Þoli ekki.











Ég er farinn að hata brauðristina mína.
Hún lýgur að mér.
Til dæmis:
Er með stillingar frá einum og upp í sex.
Sem þýðir auðvitað að meðalristað brauð
á að vera á þremur.
ég set brauðið í brauðristina og set takkan niður.
Fer að lesa blaðið, gjóa augum á apparatið.
Les aðeins meira.
Kíki á hvað er að gerast.
Stend upp og byrja að ganga um gólf.
Í hringi í eldhúsinu.
Í hverjum hring athuga ég hvernig gengur.
Brauðsneiðin hoppar upp.
Um leið slæ ég takkanum niður aftur, því brauðið er ekki tilbúið
fyrr en eftir fjóra til fimm hringi í viðbót.
Borða sneiðina.
Langar í aðra.
Af fenginni reynslu, stilli ég á fjóra.
Sest niður og fer að lesa blaðið.
Hætti að gjóa augum á brauðristina.
Sigurviss.
Brauðsneiðin hoppar upp.
Brennd.
Ég stend þreytulega upp.
Opna eldhússkúffuna og næ mér í smjörhníf.
Byrja að skafa sneiðina.
Skafa þangað til að ég sé næstum því í gegnum hana.
Hendi brauðsneiðinni.
Set aðra brauðsneið í brauðristina.
Ofur,ofur,ofur varlega, stilli ég, svona eins og þegar innbrotsþjófur er að reyna að hlusta
eftir, hvenær klikkið kemur í peningaskápnum sem hann er að reyna að opna.
Stilli ég snúningstakkan á brauðristinni á milli þremur og fjórum.
Set brauðið í brauðristina.
Stend vakt.
Sé þegar allir vírarnir byrja að glóa.
Þeir glóa.
Byrja að telja víranna.
Var sirka hálfnaður þegar brauðið hoppar upp.
Set takkann niður aftur og klára að telja.
Brauðið hoppar uppúr.
Að hætti Jóhönnu af Örk.
Brennt til ösku.
Fékk mér flatbrauð með hangikjöti og kláraði að lesa blaðið.

Immagaddus segir.................

Engin ummæli: