Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

föstudagur, september 28, 2007

Forsetaembættið.









Ég fagna þessari umræðu nú um að
forseti vor sé að þvælast um allann
heim í einkaþotum annara.

Þetta lítur illa út.

Hvort sem forsetinn er að spara eður ei, kemur málinu ekkert við.
Hann á ekki að vera að þvælast á annara manna einkaþotum.
Þarna er er hann að gefa að því skóna að hann geti verið falur
fyrir ýmsa hagsmunahópa.
Ljóst og/eða leynt.
Forseti lýðveldisins Íslands hefur kannski engin völd.
En getur haft áhrif.
Gegnsæi þarf að vera á embætti hans, eins og öðru í stjórnsýslunni.
Ef hann þarf að ferðast. Látum hann þá ferðast á Saga Class.
Eða ennþá betra.
Kaupum einkaþotu undir forsetaembættið.
Þotan þarf ekki að vera eins og Airforce One,
En samt.
Maður fær alltaf svona kjánahroll þegar Forsetinn kemst í fréttirnar, þegar
hann er að ferðast með ríku fallegu löndunum sínum.
Auðvitað hugsum við.
Hmmmmm.
Hann er að ferðast að kostnaðarlausu hvort sem er er, en eigandi þotunar fær
greitt. Hversu mikið fyrir að taka upp puttaferðaling.
Hvaða sporslur fær þotueigandinn?


Immagaddus segir......

Engin ummæli: