miðvikudagur, september 05, 2007
sjón.
Varð fyrir því óláni að brjóta gleraugun mín
í vinnunni fyrir sirka 18 dögum.
Fór og pantaði mér ný.
Þar sem ég átti engin almennileg varagleraugu,
fyrir utan gömul átthyrnd 37 kílóa stál og glermassa
sem voru næstum einskinsnýt.
Þurfti ég ný.
Það sem er allra ótrúlegast, að ég fúnkeraði næstum í vinnu
án gleraugna, en djöfull var ég þreyttur þegar ég kom heim.
Staulast um, hálf blindur og reyna að einbeita sér.
Og þar sem öllum í vinnunni var sama, fékk ég ekkert breik.
Fékk loksins ný gleraugu.
Búinn að fá sjónina á ný.
Hef heyrt að tryggingarnar í vinnunni komi til með að borga gleraugun.
En ég ætla samt ekki að halda niðrí mér andanum að það gangi átakalaust.
Immagaddus segir...............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli