Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, september 23, 2006

Af hverju?

Af hverju er búið að skrifa svona mikið um Þessalóníkumenn, en ekkert um hinalóníkumennina?
Af hverju er var gerð kvikmynd um Metropolis, en ekki hetropolis?
Af hverju er það að við getum komið fólki til tunglsins,sent tæki og tól til Mars, en það er ekki hægt að láta sokkana mína halda góðri lykt í 12-14 tíma?
Af hverju er hárið á mér farið að þynnast á hvirflinum, en snar aukast á hinum ólíklegustu stöðum líkamans í staðinn?
Ég meina það. Hárspretta í eyrum og nösum eru að verða ridikkilös.
Akkúrat þegar maður er að komast á þann aldur að maður hefur efni á góðu kókaíni, er nefið á manni farið að fyllast af hárum.
Akkúrat þegar heyrnin er að fara að daprast fyllast eyrun af hárum, sem virka eins og ónáttúrulegar heyrnahlífar.
OG hvað er díllinn með að fá öll þessi hár á bakið?
Verður manni kaldara á bakinu með árunum.
Er þetta náttúran að segja.
Hmmm.
Látum karlmenn fá hár á bakið eftir fertugt, og skrúfum fyrir blóðstreymið þangað.
Allt í einu var ég að fatta!!!!
Var að komast að þessu.
Auðvitað verður náttúran að gefa karlmönnum yfir fertugu hárfeld yfir allann líkamann.
Því annars frjósum við í hel þegar okkur stendur.
Allt blóðstreymið á einum stað.
Meiks sens.

Immagaddus segir.....................

2 ummæli:

Bjössi sagði...

Einn galli við þessa kenningu:
Menn á þínum aldri fá ekki standpínu.

Word verification dagsins er:
touhyxyk
Sem er miðaldra maður að vaxa á sér bakið.

Immagaddus sagði...

Á mínum aldri er það standur.
Ekkert pínlegt við það.
Word verificationið er:
bwvzwy.
Hljóðið þegar ´ann skíst upp.