Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, júní 30, 2007

Hundspott.

Ég ætla nú ekki að fara að bera í yfirfullann bætiflákann með því að segja.
" Að ef highlætið á fréttum vikunar verður minningarathöfn um kínverskan pönkhund, þá er eitthvað að."
Til dæmis hef ég aldrei séð jafnmarga safnast saman með blóm og kransæðakökur á jafn stuttum tíma og það tók að skipuleggja þessa minningarathöfn.
Ef leyfi hefði náðst í tíma hefði sjálfsagt líka verið kertafleyting á tjörninni.
En djísúss. Ef þessi frétt hefði verið frá Ameríku hefðum við öll hlegið.
Ekki svo að þetta sé ekki harmleikur fyrir eigandann en.........
Við erum til dæmis ekki svona rögg og tilfinningasöm, þegar heilu fjölskyldurnar þurrkast út í bíl og sjóslysum.
En þegar einn kínveskur hundur kaupir bújörð norður í landi, þá verður allt vitlaust.
Meira að segja hundur sem heitir Dog Pow á öllum kínverskum matseðlum.

Ég votta samt eigandanum samúð mína, og bendi henni á Sirrí.
Hún ku jú vera með þátt sem heitir Örlagadagurinn.

Vonandi fyrirgefa lesendur mínir mér fyrir það að hafa ekki átt betri mynd af hundinum.

Immagaddus segir..........................

Engin ummæli: