Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

föstudagur, október 05, 2007

Æ hvað maður getur stundum.

Var á Grandrokk í vikunni.
Fór út til þess að reykja, og settist inn
Í þartilgert reyktjald fyrir utan.
Og að því að ég get stundum verið slettireka,
varð ég eftir smá stund að blanda mér í umræðuna,
þar sem ungur strákur með skoðanir var að reyna
að verja sig.
JAH!
Ungur strákur með skoðanir lenti í djúpulauginni
innanum hákarla Grand Rokks.
Það skemmtilega virtist samt vera að hann var, að hans
mati, fullkominn.
Hann var: Dýraverndunarsinni, náttúruverndarsinni, mannverndunarsinni,
jafnréttisinni, á móti hnattvæðingu, á móti unnum matvælum,
á móti erfðabreyttum matvælum, vill stöðva alla stóriðju,
pólitískt réttþenkjandi og virti öll trúarbrögð.

Ég varð að spyrja þennann unga mann eins.

Ég: "Hvernig er þetta með það, þegar þú verður svangur?
Er ekki erfitt að finna sér ekki eitthvað að borða, sem ekki varpar skugga?"
Hann: Ha?.
Hákarlarnir og aðrir hlustendur hhú. *

* (hhú. lo. Hlógu hátt úti.)


Immagaddus segir...............

Engin ummæli: