Stundum lendum við í því hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá að fá svona mission impossible daga.
Þá er bara að gera eitt.
Senda ímeil á allar búðirnar, sem er svo ruglingslegt að........
Já.
Hér er eitt dæmi sem ég sendi út.
Afgreiðsla á Hagkaups, Bónus og Verzlanir 10-11. Miðvikudaginn 24 maí 2006.
Vegna ófyrirséðra vandamála verður afgreiðslu hagað þannig.
Þær búðir með "F" í þriðja staf í nafni hverfis sunnan læks, fá aðeins afgreitt Íslandsnautshakk ef hitastigið í því fer ekki yfir 3°C.
Ef hitastigið fer yfir það, fá þær ekki afgreidda neina hamborgara nema eftir 18:30 á fimtudaginn var.
Þær búðir sem byrja á stafnum "S" fá aðeins afgreidd bjúgu í staðinn fyrir það hakk sem við gátum ekki afgreitt þær með í fyrradag vegna loftslagsbreytinga yfir þelamörk.
Hinsvegar fá þær alla þá skinku afgreidda sem þær vilja í skiptum fyrir hamborgara.
Búðir sem eru í meira en 8 km fjarlægð frá uppsprettu heitra lauga fá alla sína pöntun afgreidda að því tilskyldu að þær panti ekki hamborgara.
Þær búðir sem byrja á tölustöfum yfir 9, fá sama og ekkert afgreitt, nema þær séu í námunda við meðalstóra laxveiðiá og að því tilskyldu að það séu að minnsta kosti þrjár stangir í notkun við ósa hennar í heila viku samfleytt, annars verður helmingað allt sem þær panta, og það sent í Jónsbúð á Reykhólum.
Verzlanir sem eru með yngri verzlunarstjóra en sú bygging sem verzlunin er til húsa fá ekkert nautagúllas, nema verzlunarstjórinn komi og skeri hann niður sjálfur.
Undantekning er samt gerð á því ef hann á huggulega systur sem kann á hamborgaravél.
Allar verzlanir sem hafa torg í enda nafns fá afgreidda fulla pöntun á þriðjudögum eftir hádegi svo framarlega að það sé ekki hæð yfir Grænlandi sem er yfir 1001 hektópaskal.
Undantekningu skal þó gera, að því tilskyldu að það sé víðáttumikið lægðarkerfi yfir Norður Noregi á leið í norð,norð austur og fari dýpkandi.
Immagaddus segir.........
miðvikudagur, maí 24, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli