Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

sunnudagur, maí 07, 2006

Síðastaleikur.

Síðastaleikur.
Eða síðasti leikur.

Púllararnir mínir eru að fara að spila síðasta leik sinn á þessari leiktíð.
Og það gegn hafnarmunninum.
Vona að lifrarpollur vinni hafnarmunninn.
Ölver var að fá að sjá alveg nýja hlið á mér í kvöld.
Kom ofurölvi úr bænum og var með very,very drunken attitude.
Nefnilega fullur og vitlaus.
Fullur er fínt, vitlaus er fínt...Sérstaklega því ég fæ borgað fyrir hvorutveggja þegar ég er í vinnunni.
En. Nýtt met.
Ég hef aldrei verið svona fullur á ölver áður..

Get varla beðið eftir glósunum þegar ég mæti á eftir til að horfa á leikinn...

Immagaddus segir................

Engin ummæli: