Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, maí 31, 2006

Smá skepnuskapur.

Eftir vinnu í dag þurfti ég að útrétta aðeins.
Eins og ákveðið var í gær. Átti ég að kaupa kvöldmat í KFC. og koma með heim.
Eftir smá bið á KFC, fór ég með pokann út í bíl og ætlaði beint heim.
Datt svolítið kvikindislegt í hug, en að sama skapi eitthvað sem mér gæti þótt fyndið.
Þannig að ég ók sem leið liggur inn í Faxafen, stoppaði fyrir utan Hreyfingu og fór með pokann frá KFC sem innihélt: 18 hotwings og meðalstórann af frönskum, inn í anddyrið.
Beið þar í ca 3-4 mínútur.
Fólk kom inn, fólk fór út.
Eins og allir vita er svakalega mikil lykt af svona mat.
Það sem mér fannst fyndið var það. Að allir sem fóru út á meðan að ég var þarna hafa orðið geðveikislega svangir, og sennilega farið á KFC eða pantað sér pizzu þegar þeir/þau komu heim
Hinsvegar að lyktin í anddyrinu hefur ábyggilega loðað við í einhvern tíma, þannig að ég hef sennilega eyðilagt líkamsræktina fyrir einhverjum í dag. Því þótt ég hafi ekki verið þarna, hefur lyktin ein af kentucky fried chickenshit, rekið marga í að sleppa sér.

Immagaddus segir........................

1 ummæli:

Bjössi sagði...

Ég á boxhanska sem eru voðalega þægilegir, enda fóðraðir með skepnuskapahárum.

Word verification dagsins er:

jqubevug

Sem hljómar eins og klámmyndagítarriff ef þú segir það fjórum sinnum hratt.