Jæja gott fólk.
Loksins ágætis veður.
Fór út í garð um 17:45. Klæddur aðeins í Liverpoolbúning. ( Þegiðu Feitibjörn).
Þ.e. Í stuttbuxum og LFC treyju. ( þegiðu Feitibjörn)
Fór strax úr treyjunni. ( Þegiðu Feitibjörn)
Og stuðlaði þar með að áhrifaríku endukasti sólarljóss frá jörðu.
Feitur karl útí garði, skjannahvítur. Ég er viss um að bæði Tunglið og Sólin sólbrunnu í dag.
Lögreglan gaf úr orðsendingu að allir þeir sem ætluðu að keyra Miklubrautina og um smáíbúðahverfið þyrftu að vera með rafsuðuhjálm til að blindast ekki.
Og á meðan ég er þar, er ekki öll nótt úti enn.
Immagaddus segir...............
mánudagur, júní 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mig minnir nú að Tunglið hafi brunnið 1997 eða 1998.
Word verification dagsins er:
wnuok
Sem er bær á Grænlandi þar sem þykir siðlegt að fara úr Liverpool treyjunni.
Hefðir kannski frekar átt að afklæðast Víkingstreyjunni.
Hvernig fór annars Víkingur-Skaginn?
Word verification dagsins er:
zczsvqn
Sem er millinafn Króatans sem skoraði tvö mörk fyrir Skagann. Hann heitir víst Sadómasóvitsj eða eitthvað slíkt.
Skrifa ummæli