Í dag.
Öskufullur, ók ég heim af ölver.
Eða kannski ekki öskufullur.
maður verður ekki öskufullur eftir átta bjóra.
Passaði mig auðvitað að fara hjólreiðastígana.
Það vandaðist samt málið þegar ég þurfti að fara yfir göngubrúnna
við Rauðagerðið.
Það var eitthvað ástfangið par á miðri brúnni sem vildi ekki hreyfa sig
þótt ég flautaði og flautaði og flautaði.
Þannig að ég brá á það ráð að nota bílflautuna.
Þá loksins bökkuðu þau skelfd í burtu.
Sem var það minnsta sem þau gátu gert.
Því ég var náttúrulega ekki í neinu ásigkomulagi til að bakka bílnum á svona
mjórri brú.
Djöfuls tillitsleysi alltaf í sumu fólki.
Gaf þeim fingurinn þegar ég loksins komst framhjá þeim.
Þannig að nú er ég bara með níu putta.
Immagaddus segir..................
miðvikudagur, nóvember 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli