Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

föstudagur, nóvember 16, 2007

Pirringur.

Er að pirra mig yfir einu.

Er reyndar að pirra mig yfir mörgu, en.

Er að pirra mig núna.

Vinnusiðferði.

Eins og ég ólst upp.
Réð ég mig í vinnu.

Stundum var vinnan skemmtileg.
Stundum var vinnan leiðinleg.

Tók þann pól í hæðina þegar ég fór út á vinnumarkaðinn, að hvort sem vinnan væri skemmtileg
eða leiðinleg.
Myndi ég skila henni af mér af bestu samvisku.

Það er nefnilega ekki til smátt eða leiðinlegt verkefni.

Bara verkefni.

Burtséð frá því hvort það væri að naglhreinsa fakíra, þrífa smurolíuskilvindur í skipum, rústberja tanka,verkstýra Pólverjum,þrífa reykofna,koma að dauðaslysum eða að halda andliti á skipulagsfundum.

Þá er þetta allt hluti á þroskaprógrammi sem er að nokkru leiti innrætt frá æsku.
Er búinn að umgangast nokkra í gegnum ævina sem eru snillingar í að koma verkum sínum yfir á aðra. Og með skurpræs eru alltaf að skipta um vinnu.

Af hverju má ekki lengur láta 12-16 ára unglinga vinna?
Af hverju eru börn ekki lengur send í sveit?

Mín fyrstu kynni á vinnu voru í Lambadal í Dýrafirði.
En þá hversu afskekt það var á Evrópukortinu, og einnig hversu nauðsynlegt var að losna við mig.
Kynntist ég hvernig svörtum Afrískum af uppruna Bandaríkjamanni hefur liðið í Lousiana í kringum 1816.

Fór síðan í sveit á Eystra Miðfelli í Hvalfjarðarsveit, þar sem ég
komst ekki upp með neitt kjaftæði, en.
Var líka ekki með neitt kjaftæði.
Sú fjölsylda sem tók mig inn var bara æðisleg.

Vinnusiðferði mitt hef ég frá kúabónda í Hvalfirði.

Og í dag er ég djöfulli stoltur af því.

Ps.
Ég ætti virkilega að heimsækja þann stað
sem mér leið einna best.



Immagaddus segir...............

2 ummæli:

Bjössi sagði...

Bíddu, ertu ekki að hætta í vinnunni?

Word verification dagsins er:
vadqtgjs
Sem er það sem Leifur sagði.

Immagaddus sagði...

Si.