Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, janúar 26, 2008

Pirrandi.










Djöfull pirrandi!

Fer um miðja nótt til að pissa.

Aldurinn sem betur fer vekur mann áður en maður
pissar í rúmið.

Ferð 1/2 sofandi inn á klósett.

Lætur vaða.

Fyrst: stór og sterk buna.
Þegar á líður, þarftu að komast aðeins nær
postulíninu.

Bunan minnkar.

Til þess að þurfa ekki að pissa á gólfið
færir þú þig aðeins nær.

Bunan búin.

Síðan fatta ég ekki eitt.

Maður glaðvaknar.

Ert með sömu svakalegu þörf og fyrir sterka bunu, en.
Þarft að tutla þetta í 2-4 mínútur.

Smá svett í einu.

Ert virkilega mál að pissa en nei.

Langar ofboðslega að fara að sofa aftur en nei.

Bilun í dælubúnaði.

Ferð loksins aftur upp í rúm, bölvandi og ragnandi.

Með sömu hlandsprengitilfinninguna og maður hafði
þegar maður var vakinn.

Sofandi á verðinum eins og borgarfulltrúi
ónefnds flokks.


Immagaddus segir....................

Engin ummæli: