
Þegar ég kom heim úr vinnu í dag,
var innkeyrslan full af snjó.
Og þá meina ég sko snjó.
Komst ekki á bílnum í gegnum snjóhraukinn
sem snjóruðningstækið skildi eftir sig.
Parkeraði bílnum í brekkunni, náði mér í skóflu og byrjaði að
moka.
Mokaði og mokaði og mokaði og mokaði.
Molaði síðan aðeins meira þangað til að bara
smá var eftir.
Hringdi þá í Samgöngumálaráðherra.
Herra Kristján L Möller.
Og bauð honum að, moka eða
sprengja síðasta haftið.
Hann tók því fálega.
Þannig að ég gerði það bara sjálfur.
Immagaddus segir................
Engin ummæli:
Skrifa ummæli