Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

sunnudagur, janúar 06, 2008

Að tilkomnu.

Af þeim dögum sem eru taldir af þessu ári,
er þessi hér sennilegast sá skásti.

Fór í vinnu annann jan.
Sæmilega hress enda gerði ég lítið sem ekkert af mér um áramótin.

Þriðja. jan. Fór ég einnig nokkuð hress í vinnunna, kom heim eftir vinnu, eldaði,horfði á sjónvarp og fór að sofa um tíuleitið.
Alltaf gott að fara snemma að sofa á fimtudögum. Föstudagarnir langir.
Ef ekki í vinnu, þá í bjórþambi eftir vinnu.

Ekki því að fagna núna.

Vaknaði upp á aðfaranótt föstudags við það að ég hafði svitnað um fimtán til tuttugu lítrum í koddann sængina og dýnuna.

Mjög svefndrukkinn einbeitti ég mér.

Heilinn á mér var að segja mér að ég þyrfti að fara á klósettið, áður en maginn á mér fattaði að ég væri vaknaður og skilaði því sem hann þyrfti að skila.

Næstum náði ekki.

Eyddi föstudeginum á Sphinx-inum. ( á postulíninu).

Þeir í Ferskum sennilegast ekki hressir með að ég væri veikur á föstudegi.

En.

Jibbííí!!!!

Nýja árið byrjar með skítapest.

Svona um hádegið á laugardeginum þorði ég loksins að prumpa án þess að hafa
áhyggjur af því að skíta á mig.

Og síðan hefur allt verið uppávið.


Immagaddus segir.

Engin ummæli: