Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, júní 18, 2008

24. Spurningar.

1. Hvaða lifandi manneskju lítur þú mest
upp til og hvers vegna?

Svar: Halim Al. Og fyrir að gefast aldrei upp.

2. Fyrsta minningin?

Svar:
Bleyta ylur og myrkur.
Skyndilega þurrt og ótrúlega mikil
lýsing. rassskellur og skæri.

3. Mestu vonbrigðin?

Svar:
Að vera ekki til staðar.

4. Hvað gerir þig dapran.

Svar:
Tillitsleysi.

5. Leiðinlegasta vinnan?

Svar:
Hef verið svo lánsamur að líta ekki á vinnu
sem leiðindi.

6. Uppáhalds bókin?

Svar:
Svo segir Saraþústrsa.

7. Ertu góður kokkur, og hvað eldarðu hvunndags?

Svar:
Nei. Grátt silfur.

8. Ef gerð yrði kvikmynd um þig og þína ævi?
Hver myndi leika þig?

Svar:
Bergvin á unga aldri. Steve Bushemi.
Bergvin eldri. Dennis Hopper.

9. Hvað er það dýrasta sem þú hefur keypt?

Svar:
Sálina mína aftur.

10. Hvað er mesta skammarstrikið.

Svar:
Fyrir mörgum árum var ég í þrælkunarbúðum
í Lambadal.
Þar var alveg gersamlega óþolandi karl.
Setti amk. 2 skammta af sykri í bensíntankinn hjá
honum, ásamt syni bóndans.

Viti menn vélarbilun.

Ps.
Setti ekki son bóndans í eldsneytistankinn
ásamt sykrinum.

11. Hvað er hamingja.

Svar:
Sú tilfinning sem þú upplifir.

12. hverjir eru þínur helstu gallar?

Svar.
Ég.

13. Ef þú værir með ofurmannlega hæfileika, hvernig myndir þú nota þá?

Svar:
Byrja á því hvort ég gæti kíkt yfir í kvennasturtuklefann í vesturbæjarlauginni.
Klára með því að þurrka út það sem ég sá.

14. hvernig tilfinning er ástin.

Svar:
Eigingirni.

15. Hvað grætir þig?

Svar: Að fólk horfi á sápuóperur.

16. Hefur þú verið í lífshættu?

Svar:
Já.

17. Hlutir sem þú metur mest.

Svar:
Vinir, sólbað í garðinum,bjór og góðar hægðir.

18. Hvað gerir þú þegar þér villt líða vel?

Svar:
Tala við Chris yfir nokkrum köldum, svo svíkur ekki að tala við Bjössa
þótt hann sé utanbæjarmaður.

19. Styrkur.

Svar:
Alveg endalaust langlundargeð.

20. Hvað langaði þig til að vera þegar þú varst lítill?

Svar:
Stærri

21. Er gott að búa á Íslandi?

Svar:
Já.

22. hefur þú bjargað lífi einhvers.

Svar:
Já.


Immagaddus segir..................

Engin ummæli: