Beckham brenndi sig á pungnum
Fótboltakappinn David Beckham þykir heitari í útliti en meðalmaðurinn. Það hitnaði þó heldur undir kappanum á dögunum, í orðsins fyllstu merkinu, þegar hann var á rúntinum í Los Angeles.
Eins og sannri stórstjörnu sæmir ekur Beckham um á forláta jeppa með hita í sætum. Einhver bilun varð hinsvegar í hitastillinum sem varð þess valdandi að sætið ofhitnaði og olli það Beckham greinilega miklum áhyggjum.
Áhorfandi sem varð vitni að atburðarrásinni segir að ljósmyndarar hafi verið á hælum Beckhams. Hann hafi keyrt í gegnum borgina en skyndilega opnað rúðuna, hægt ferðina og horft með skelfingaraugum niður í klofið á sér. Til að losna við hitann renndi kappinn púða undir djásnið á sér.
Tekið af Dv.is
Er þetta það markverðasta í fréttum í dag???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli