
Jæja.
Þá er síðasti túrinn í þessu sumarúthaldi
að renna upp.
Eftir það fer ég í smá frí.
Síðan eitthvað á stóru skipin.
Heyrumst eftir rúman hálfan mánuð,
nema að veðurguðirnir hafi annað um það að segja.
Immagaddus segir...................
Immagaddus er karlmaður sem á stutt í spunann, þó ekki stuttur í spuna. Safnar ekki þjóðbúningadúkkum og gerir ekki upp á milli fólks. Gerir bara ráð fyrir því að fólk sé alment fífl.
Nokkrir menn tengdir ÍBV í Vestmannaeyjum eru enn að klóra sér í hausnum eftir tölvupóst sem þeim barst alla leið frá Tyrklandi fyrir helgina.
Tölvupósturinn er frá Mehemt Cýnar nokkrum. Mehemt er vægast sagt ósáttur við ÍBV og kennir félaginu um að hann hafi tapað 37 þúsund dollurum. Mehemt segist nefnilega hafa veðjað þeirri upphæð á að ÍBV mundi sigra KA í knattspyrnu í vikunni.
KA gerði sér hins vegar lítið fyrir og sigraði ÍBV í leiknum og Mehmet því rétt rúmum þremur milljónum íslenskra króna fátækari.
Mehmet gengur svo langt að hóta leikmönnum ÍBV lífláti í tölvupóstinum sem hann sendi á stjórnarmenn en enginn ástæða er að ætla að hann muni láta verða af hótunum sínum.
Bara svona til áréttingar.
Auðvitað verður alltaf stirt milli Tyrklands og Vestmannaeyja.
Sjá gamlar heimildir um mansal.
Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar:
„Þrátt fyrir allt er ég rosalega ánægð með að hafa komist hingað og það er betra að þetta gerðist núna en á æfingu í gær til að mynda. Það hefði verið skemmtilegra að klára leikinn og sleppa við meiðslin en áhættan er til staðar þegar maður gefur allt í þetta," sagði Ragna Björg Ingólfsdóttir með tárin í augunum þegar Vísir hitti hana fyrir utan badmintonhöllina í Peking í gær.
Ragna gat sökum meiðslanna ekki komið á viðtalasvæðið og blaðamaður Vísis varð því að vippa sér inn í bíl til hennar þar sem hún var í nokkru spennufalli.
„Hirose spilaði mikið upp á meiðslin mín og sendi stanslaust í hornin sem mér finnst erfitt að fara í. Hún vissi vel hvað hún var að gera. Ég ákvað í annarri lotu að hætta að hugsa um hnéð og gefa bara allt. Þá fór að ganga betur en um leið gerist þetta og það mátti kannski búast við því," sagði Ragna en hún brosti í gegnum tárin og var augsýnilega mjög ánægð með að hafa getað tekið þátt eftir allt saman en hún hefur verið að spila á slitnu krossbandi í tæplega eitt og hálft ár.
„Ég hlakka núna til að fara heim og í aðgerð þar sem meiðslin verða löguð.Ég er búin að spila með ákveðna hræðslu í langan tíma. Ég hef verið að hætta á að skemma meira í hnénu í hvert skipti sem ég fer inn á völlinn og er því bara sátt við að halda fætinum. Ég get hreyft allar tær," sagði Ragna og brosti.
„Það verður gaman að byrja svo að æfa aftur með hnéð í lagi og þá get ég æft á allt annan og skemmtilegri hátt."
Kópí og peistað af visi.is.
Fjarri mér að gagnrýna.