Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, ágúst 02, 2008

Enginn húmor.


















Verzlunarmannahelgin að vakna.

Klukkan að verða 21:32.

Ég vel símanúmer til þess að hringja á
leigubíl.

Ég þarf að komast eitthvað, en er ekki
fær um það nema að kaupa mér bílfar.

Hringi í Ræfil.

Það hringir út.

Hringi í Ræfil aftur.
Það hlýtur að vera opið.

Fæ.

Da,da,da,daradda,da,da,da.
Da,da,da,daradda,da,da,da.
Da,da,da,daradda,da,da,da.
Da,da,da,daradda,da,da,da.
( Flytjandi Leo Sawer )

Ásamt þeim verstu hljómgæðum í heimi..

Skyndilega!

Lesið af snældu hjá leigubílakompaníi.

Þú ert kominn í samband við einhvern sem á bíl.

Símtölum verður raðað eftir Gregórískum smákökum,
ef húsrúm leifir.

Vinsamlegast bíðið.

Og ég beið.

Og já:

Skyndilega:

Da,da,da,daradda,da,da,da.
Da,da,da,daradda,da,da,da.
Da,da,da,daradda,da,da,da.
Da,da,da,daradda,da,da,da.

En núna með þessum sem var drepinn í 7-11 verzlunninni,
í Smallville Idaho, eftir að hafa séð Waldo í frystinum.
Var ég alveg að fríka út.

Ásamt þeim verstu hljómgæðum í heimi..

Og aftur.

Lesið af snældu hjá leigubílakompaníi.

Þú ert kominn í samband við einhvern sem á bíl.

Símtölum verður raðað eftir Gregórískum smákökum,
ef húsrúm leifir.

Vinsamlegast bíðið.

Eftir um það bil 116. mínútur,
fékk ég loksins samband.

Ræfill góða kvöldið, get ég aðstoðað?

Ég orðinn smá pirraður eftir allt þetta.

Da,da,da,daradda,da,da,da.
Da,da,da,daradda,da,da,da.
Da,da,da,daradda,da,da,da.
Da,da,da,daradda,da,da,da.

Ásamt þeim verstu hljómgæðum í heimi..

Svo ég sagði.

Í bríaríi auðvitað.

Ég ætla að fá pizzu með lauk,pepperoni,grænni papriku,skinku,sveppum og tómat.
framan á Skania Vabis vörubíl frá 1975.
Og hann verður að vera appelsínugulur.

Ég meina það.

Eftir að hafa haldið mér í símanum í að ganga 20 mínútur.
Hefði maður haldið að símastúlka undir álagi hefði fundist ég vera fyndinn.

Hvet alla landsmenn til þess að hringja inn á leigubílsstöðvarnar núna yfir helgina
til þess að panta sér Pizzur.
Eða bara hvað sem er.


Immagaddus segir..................................

Engin ummæli: