Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, ágúst 23, 2008

Auðvitað.

Leikmönnum ÍBV hótað lífláti í tölvupósti frá Tyrklandi

mynd
Heimir Hallgrímsson er þjálfari ÍBV.

Nokkrir menn tengdir ÍBV í Vestmannaeyjum eru enn að klóra sér í hausnum eftir tölvupóst sem þeim barst alla leið frá Tyrklandi fyrir helgina.

Tölvupósturinn er frá Mehemt Cýnar nokkrum. Mehemt er vægast sagt ósáttur við ÍBV og kennir félaginu um að hann hafi tapað 37 þúsund dollurum. Mehemt segist nefnilega hafa veðjað þeirri upphæð á að ÍBV mundi sigra KA í knattspyrnu í vikunni.

KA gerði sér hins vegar lítið fyrir og sigraði ÍBV í leiknum og Mehmet því rétt rúmum þremur milljónum íslenskra króna fátækari.

Mehmet gengur svo langt að hóta leikmönnum ÍBV lífláti í tölvupóstinum sem hann sendi á stjórnarmenn en enginn ástæða er að ætla að hann muni láta verða af hótunum sínum.


Bara svona til áréttingar.


Auðvitað verður alltaf stirt milli Tyrklands og Vestmannaeyja.

Sjá gamlar heimildir um mansal.



Immagaddus segir.................








Engin ummæli: