mánudagur, september 15, 2008
Minning.
Fanney Sigurbaldursdóttir fæddist á Ísafirði 4. nóvember 1924.
Hún lést á líknardeild Landakotsspítala hinn 29. ágúst síðastliðinn.
Amma Fanney er farin.
Var við bryggju á Ísafirði þegar fréttin barst.
Sól skein í heiði,gola og pollurinn næstum sléttur.
Við félagarnir um borð höfðum rölt okkur á kaffihús
og vorum að njóta veðurblíðunnar.
Ætlun að fara á sjó snemma næsta morgun.
Þúsund hugsanir þutu í gegnum huga minn þegar ég
fékk þessa andláts frétt.
Fyrsta var léttir.
Hún var jú búin að berjast eins og hetja í allt of langan tíma
við krabbameinsdjöfulinn.
Síðan. ???
Ég og amma vorum ágætis vinir.
Jafnvel þótt ég hafi ekki ástundað þann vinskap hin seinni ár
eins og ég hefði átt að gera.
Sló ýmsu á frest og ætlaði alltaf næst.
Nú er það of seint.
Skúlagatan og lífið eins og það er í dag.
Þegar ég var lítill var ég oftar en ekki í pössun hjá ömmu á
Skúlagötunni. Var svona sirka að skríða frá barni í hnokka.
Þar mátti maður ærslast við hin börnin í hvefinu og vera strákur.
Síðan kom að því að kallið kom, að maður þurfti að fara inn.
Borða,kúka,þvo sér og vera þægur.
Og eins og börn á þeim tíma hlýddi maður.
Amma átti sinn vinnudag. Og það voru ýmsar reglur.
Eins og til dæmis, þegar hún vildi leggja sig.
þá kom máltækið.
"Beggi minn. Villtu nú ekki bara lesa svolítið og
vera stilltur.
Amma ætlar að fá sér kalt í bakið,,
En kalt í bakið var þegar sú gamla var orðin eilítið lúin eftir daginn.
Og vildi ná sér í örlitla kríulöpp. (Lúr)
Man þegar amma fór í smá eltingarleik við mann
sem endaði yfirleitt að maður reyndi að fela sig einhvernstaðar
frá henni, eða að passa að hún næði manni ekki.
Og þá fór hún jafnan með kvæðið.
Djöfull klæddur dökkum feldi.
Drottningin í Rómarveldi o.s.f.v.
Og gerði röddina hræðilega.
Ég klagaði hinsvegar í mömmu og
sagði að amma hefði sagt.
Göfull vafinn.
Manaði hana síðan næst þegar ég
var búinn að safna þori.
" Amma segðu Göfull vafinn,,
Hljóp síðan skríkjandi í burtu.
Við gerðum síðan góðlátlegt grín að þessu
öllu saman, lang á mín fullorðinsár.
Eftir hana liggja til mín lopapeysur,vettlingar,ullarsokkar.
Allt sem ég hef notað, stagað, slitið þangað til ekkert er eftir.
Allt var þetta prjónað með ástúð og vissu um að það sem
hún gerði væri þegið með einstökum þökkum.
Man eitt sinn um vetur,og ég var eitthvað lítill og smár inn í mér.
Og var eitthvað hræddur, því það var fullt tungl.
Kom hlaupandi leitandi eftir huggun í örmum ömmu,
og hún lagaði það með því að faðma mig
fast að sér og segja.
"Svona, svona Beggi minn.
Þú þarft ekkert að vera hræddur við tunglið.,,
Þegar hún seig síðan niður í jörðina á þriðjudaginn.
Kom upp ein hugsun.
Hver á nú að passa mig, þegar ég verð hræddur við tunglið.
Immagadus segir..........
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli