Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

þriðjudagur, september 23, 2008

Spurningarleikur.








Var að detta í hug spurningarleik fyrir sjónvarp.

Hann ætti að heita.

Hver á þetta svín?

Fyrst þyrfti maður að fá einhvern frægann spyril.

Eins og til dæmis.

Halldór Blöndal, Guðna Ágústs,Halldór Ásgríms eða Freyju.

Þegar það er fengið.

Best yrði að þau yrðu öll spyrlar í öllum þáttum.

En.

Hmm.

Spurningaleikur fyrir sjónvarp.

Já.

Gengur út á það.

Svín er rekið á svið.

Og spyrill eða spyrlar spyrja.

Hver á þetta svín?

( Áhorfendur hlægja).

Og enginn veit hver á þetta svín.

Því í raun eru engir keppendur.

Kannski öskrar einhver úr áhorfendaskarannum.

Hjálp!
Ég er gyðingur ég má ekki vera innann um svín.
( Dauft Hjálp!, Hjálp!)
( Gæti verið Dorrit)

Síðan er annað svín rekið á svið.
Og spyrillinn spyr.

En hver á þetta svín?

Einn af áhorfendum sem borðar alltaf bacon og egg í morgunmat,
öskrar. Ég! Ég! Ég!

Annar áhorfandi, klæddur í leður korselett með þremur rafmagnsinnstungum,
átta usb portum,innstungu fyrir hleðsluborvél og kokkteilhristara
greinilega með eitthvað annað í huga
öskrar Ég! Ég! Ég!

En.

Svona gengur þessi þáttur fyrir sig í 2 tíma og 37 mínútur eða þann tíma sem það tekur að reka 400 svín á svið.




Immmagaddus segir.............

1 ummæli:

Bjössi sagði...

Eru pillurnar ekkert að virka?

Word verification dagsins er:
lvnlcqp
Sem er hófatak í svíni.