Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

föstudagur, febrúar 16, 2007

Óvinur fólksins númer eitt.


Jæja.
Ég hélt að ég yrði aldrei í þeirri aðstöðu að vera stimplaður glæpamaður.
En svo er nú raunin.
Ég er nefnilega kjötiðnaðarmaður.
Og þar liggur ástæðan fyrir því að ég er eiginlega ekkert búinn að blogga í vikunni.
Ég er nefnilega búinn að vera að safna rigningarvatni alla vikuna til þess að geta sett það í alla þá kjötvöru sem ég kem höndum yfir.
Ég hef líka verið að safna því vatni sem hefur verið að leysast úr þeim örfáu snjósköflum sem enn leyndust hér á höfuðborgarsvæðinu.
Ég hlakka óskaplega til þess að sjá Kompás á sunnudaginn.
Nú hljóta þeir að stimpla okkur endanlega sem verri menn en barnaníðinga og dópsala.

Kannski eru þeir með tálbeitur.
Hringja inn í kjötvinnslur og segjast eiga 19 tonn af vatni á góðu verði.........og svo framvegis.

Ps.
Myndin hér fyrir ofan er af vatnsmólikúli.



Immagaddus segir..................

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þrjú tonn af vatni,
fæ aldrei nóg,
meira Tendín,
í kjötið hó!