Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, mars 21, 2007

Hæ! Hó og Ra

Jæja.
"Nu er tinget slut og hananu".
Sagði Palli Pedersen einu sinni í Áramótaskaupi.
Og síðustu dagar hins háa alþingis virtust taka svona skaupsásýnd á sig.
Heyrnleysingjar fengu til dæmis ekki táknmálið sitt samþykkt, sem þeirra opinbera tungumál, en þeir mega leggjast í vændi.
Þeir sem reka smásöluverslanir mega ekki selja léttvín og bjór.
En mega hinsvegar selja þér sjortara.
Vestfirðingar fengu engar samgöngubætur.
En þeir mega stunda kynlíf með hvort öðru gegn gjaldi.
Öryrkjar og fatlaðir, fengu engar skattaívilnanir,né hækkanir á bótum.
Enda geta þeir bara farið og riðið sér. ( Go fuck your self´s )
Jamm ég er bara nokkuð sáttur við þinglok.
Þeir ríku urðu ríkari.
Og við hin.
Getum bara farið og fengið okkur mellu.
Versta við það að mellan í þessu tilviki er þjóðin.
Það eina sem er verra en þessi ríkissjórn er hinn möguleikinn.
Að stjórnarandstaðan komist til valda.
Valdi er nefnilega búinn að segja mér, að hann nenni ekki að fá hana í heimsókn.
En seríust.
Við eigum eftir að sjá skattahækkanir að þeirri stærðargráðu ef vinstraliðið kems til valda.
Að við verðum dauðfegin að geta lagst í vændi til þess að ná endum saman.
Ég get hinsvegar ekki laggst í vændi, eða það er tilgangslaust.
150 krónur til eða frá á ári skipta ekki máli.


Immagaddus segir.............................

Engin ummæli: