
Búinn að komast að því
hver uppáhalds fötin mín eru.
Náttfötin sem Magga systir gaf mér í Jólagjöf.
Og ég sem ekki hef átt náttföt síðan ég var að lesa Andrésblöð á Dönsku,
þegar ég gisti hjá ömmu Elísabetu í Sólheimunum.
Ekki nóg með að þau pössuðu.
Heldur eru þau líka þægileg og flott.
Í svona veðri.
Bara æðisleg.
Takkaddamig.
Immagaddus segir.............
Engin ummæli:
Skrifa ummæli