Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

föstudagur, febrúar 15, 2008

Seinasti dagurinn.

Mætti klukkan núllsex eitthvað í morgun.
Sá bara að þrjú kjötborð höfðu pantað.

Kræps!!.

Vissi.

Auðvitað.
þetta verður þá svona dagur.

Og það rættist.

Allskonar pantanir, misstórar að berast inn allann daginn, og öllum
vantar allt strax.

Þegar ég var búinn að kalla á viðgerðarmann til að láta mig hafa
stóíska ró.
Skánaði dagurinn aðeins.
Fór með pabba gamla í banka í hádeginu.

Smá reytingur af pöntunum eftir hádegi.
Ég samt ennþá með stóísku rónna.
Um klukkan hálf fjögur breyttist hún í
stóískan róna, þegar framkvæmdarstjórinn hóaði öllum sem
vettlingum geta valdið.
Þ.e.
Litlahrauni a.k.a Ingabirni verksmiðjustjóra,Ölla móttökustjóra,Haffa verkstjóra,Þórði sölutrölli,
Ómari, umsjónamanni kjötborða,hann mætti samt ekki með kjötborðann, hefur sjálfsagt týnt honum á Broadway. Bogdan verkstjóra í framleiðslu.
Inn á skrifstofu hjá sér.
Þar var boðið upp á Jagermeister og bjór.
Ég leystur út með rauðum rósum og koníaki.

Ég átti ekki orð.

Á dauða mínum átti ég von.
En ekki þessu.

Þetta féll misvel í suma.

Aðrir voru bara.........Jah.....
alveg sama.

Eg held samt að það sé smá tómleikatilfinning sem ég er að
upplifa núna.
Jú ég er búinn að vinna þarna meira og minna síðan 1991.


Immagaddus segir.................

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Enjoy the moment ;)

Bjössi sagði...

Vinna þarna meira og minna?

Meira en hver?
Og minna en hver?

Word verification dagsins er:
nrzkcb
Sem er Haffi að muldra eitthvað í skeggið.