Síðasta vika var alveg að gera útaf við mig.
Ég átti í mikilli innri baráttu að koma mér á fætur
á hverjum degi.
Og fyrir utan það náði ég næstum 12 tímum í sjónvarpsgláp á dag.
Það eina sem kom mér á fætur var bankarápið í föður mínum,
þörf mín á því að fara í ríkið.
Svo að ógleymdu varð ég að komast á bar a.m.k. einu sinni á dag.
Þannig að nú er komið stórt legusár á lifrina í mér.
Allra jafna hef ég ekki verið duglegur að halda þau loforð sem ég
gef sjálfum mér.
Dæmi: Fara í líkamsrækt og megra mig aðeins, rækta hugann,
hjóla meira, éta hollann mat og svo framvegis.
En þau loforð sem ég gaf mér þegar ég hætti hjá Ferskum hef ég staðið við.
Dæmi:Vika 1. Fara á fætur þegar ég nenni því, drekka bjór fyrir klukkan átta á morgnanna, drekka bjór eftir miðnætti á virkum degi, horfa skaðlega mikið á sjónvarp, borða "takeaway,, fimm daga í röð,
hafa pylsur í matinn sjötta daginn og svo framvegis.
Í heildina. Ágæt vika.
Ps.
Að vísu farinn að fá í bakið af allri þessari legu.
Immagaddus segir........................
laugardagur, febrúar 23, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli