miðvikudagur, apríl 16, 2008
Í dag.
Labbaði mér upp í bæ í hádeginu eftir
að hafa reynt að draga bátinn af handafli
að bryggju.
Stóð þannig á að það var næstum
háflóð og vindur þannig að báturinn var
vel frá kajanum.
En semsagt.
Fór og fékk mér Bæjarins Bestu.
Á undan mér voru þrír MR-ingar.
Sem voru sjálfsagt að læra eitthvað
afskaplega mikilvægt.
Einn þeirra, lágvaxnastur.
Í síðum rússskinsfrakka með
Ástalíusniðinu.
Lét gamminn geisa um hversu
frábært það yrði þegar að hann / þeir,
yrðu orðnir gamlir menn og komnir inn
á elliheimili.
Gæsalappir opnast.
Strákar þetta verður æðislegt.
Ég er að segja ykkur það.
Þegar við verðum gamlir, verðum við
að reyna að komast á sama elliheimilið.
Ég hef komið á svona pleis.
Gamla fólkið hefur það alveg frábært.
Það er eldað ofaní það þrisvar á dag.
Alltaf kaffi og kökur á milli.
Og það þarf ekki að gera neitt.
Lifir bara á ellilífeyrir og hefur það
fokkans flott.
Horfir á sjónvarp allann daginn.
En auðvitað verður þetta allt breytt þegar við verðum gamlir.
Þá höngum við náttúrulega í tölvuleikjum allann tímann.
Endurvekjum Quake maður.
Gamla fólkið sem er þarna núna er ekkert í tölvum maður.
Því þegar það var að alast upp, voru ennþá til sveitir og
hestar maður.
Það horfði bara á rollur út um gluggann.
Djöfull verður gaman þegar við verðum gamlir maður.
Gæsalappir lokast.
Mikið svakalega langaði mig til þess að rigna á skrúðgönguna
hans og segja honum að þetta komi ekki endilega til með að
virka svona.
En.
Það var smá sannleikskorn í þessu hjá honum.
Immagaddus segir.......................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli