Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Pirringur...

Hvaða bull umræða er eiginlega í gangi núna í
þjóðfélaginu okkar?

Nú eru allir fjölmiðlar uppfullir af því að
lögregluembættið á Suðurnesjum hafi farið 50-90
milljónir fram úr fjárlögum.

Landhelgisgæzlan um 120 milljónir fram úr fjárlögum.

Heilsugæslan um 250 - 300 milljónir.

Síðan fer RÍKISÚTVARPIÐ 105 milljónir fram úr fjárlögum
og enginn brjálast yfir því.

Hverskonar bull er þetta.

Lögregla, landhelgisgæzla og heilbrigðiskerfi á ekki
að reyna að reka með " Hagnaði "
Til þess eru breyturnar alltof viðamiklar.

Hinsvegar að Ríkisútvarpið sé að fara offari
með peningana okkar er allt annað mál.

Löggæsla og heilbrigðiskerfi, og nú síðast vegamál
eru þeir hlutir sem
verða og eiga ekki að vera metnir til fjár.

Auðvitað á að hafa aðhald, en ekki svelti.

Eða erum við farin að meta þetta svona?

Gerir ekkert til að sjómenn farist,eiturlyf og
glæpaklíkur flæði inn í landið, dauðaslysum í
umferðinni fjölgi og almennt öryggi borgaranna sitji
á hakanum.

Svo framarlega að RUV geti sýnt Greys Anatomy eða
Desperate Housewives.
Hlaðið dýrum bílum undir stjórnendur og
borgað þeim bankastjóralaun.

O svei ´attann.

Immagaddus segir..............

Engin ummæli: