Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Minning.




















Í dag eru nítján ár liðin frá Hillsborough harmleiknum. Eins og venja hefur verið frá því slysið átti sér stað verður haldin minningarathöfn á Anfield Road í dag. Þar koma jafnan saman aðstandendur þeirra sem létust, forráðamenn og leikmenn Liverpool ásamt öðrum sem heiðra vilja minningu fórnarlamba slyssins.

Dagskrá minningarathafnarinnar er orðin hefðbundin. Klukkan sex mínútur yfir tvö, að íslenskum tíma, verður einnar mínútu þögn í minningu þeirra 96 sem létust. Á þeirri stundu var leikurinn á Hillsborough flautaður af. Farið verður með bænir og blessunarorð. Gary Ablett og Brian Hall, fyrrum leikmenn Liverpool, lesa svo ritningarorð. Þá verða nöfn þeirra sem létust lesin upp og kveikt á einu kerti fyrir hvert nafn. Athöfnin endar á því að allir viðstaddir syngja You´ll Never Walk Alone.

Fyrir fjórum árum birtist á liverpool.is ítarleg grein um slysið. Það væri ekki úr vegi að fletta henni upp. Fréttin birtist með góðfúslegu leyfi vefsíðunnar www.fotbolti.net.

Minning þeirra sem létust lifir en jafnframt halda aðstandendur áfram baráttu sinni fyrir réttlæti í málinu. Því miður sér ekki enn fyrir endann á þeirri baráttu.

Blessuð sé minning þeirra sem létust. Hvíl í friði.

Tekið af Liverpool .is.

Immagaddus segir..........



Engin ummæli: