Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

föstudagur, september 26, 2008

Fréttir.

Frakki týndist í Landmannalaugum - fannst í fatahengi í Grímsey

mynd

Franski ferðamaðurinn, Fabien Boudry, sem leitað var að í alla nótt, fannst heill á húfi í Grímsey í morgun. Boudry lagði af stað frá Landmannalaugum 19. september eftir Laugavegi að Þórsmörk.

Leit hófst að manninum þegar ferðaáætlun sem hann skyldi eftir hjá skálavörðum að Fjallabaki stóðst ekki. Um 20 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. Farið var í mannlausa skála og slóðar eknir og gengnir.

Tekið af vísi.is.

Djísús kræst maður.

Hvaða helvítis leið fór hann frá Landmannalaugum ef hann endaði í Grímsey.

Og hver gaf út kortið sem hann var með.

Á einhverjum tímapunkti þegar hann var sirka 4 mílur frá landi hefði maður ætlað

að hann hefði snúið við og hugsað.

Nei þetta er ábyggilega ekki leiðin inn í Þórsmörk.


Immagaddus segir............


1 ummæli:

F4 sagði...

Ég hef rökstuddan grun um að það hafi verið Sjómælingar Íslands sem gáfu út þetta kort (smámælingadeild í Landhelgisgæslu Íslands), enda var maðurinn í tómu tjóni.

Staðfestingarorð dagsins er ezkdl, sem er eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er. Enda hættur hjá LHG fyrir að verða 6 árum.