föstudagur, október 24, 2008
Rétt skal vera rétt.
Hið rétta andlit Íslensku útrásarinnar er nú komið í ljós.
Þeir sem glöptust af valdi peninganna eru nú farnir af landi brott með allt sitt.
Og halda dauðahaldi um leynda bankareikninga sína.
Skuldlausar eignir á Íslandi. Skráðar sem skálkaskjólveggir.
við sjávarsíðuna.
Heilu flugvélaskýlin af sportbílum, vélsleðum , Wok pönnum,
Georg Forman grillum , poppstjörnum frá 1980, einkaþotum,
borðvínum, hótelum, tuskuverslunum, hnappagötum og nálaraugum.
Og rýta.
" My precious,,
Á meðan að almenningi svíður.
Og heil þjóð bíður hnekki.
Íslandi hefur verið hent ofan í Dómsdagsdyngju.
Og eins og það sé ekki nóg?
Þeir/þau, ætlast til þess að þjóðin borgi fyrir fylleríið þeirra.
Þá spyr maður.
Fyrst að innistæður og ævisparnaður gufa upp af reikningum hins almenna
verkamanns með hinum NÝJU bönkum.
Hvers vegna þá ekki skuldirnar líka??
Hvað stendur eginlega í vegi fyrir því?
Hinn almenni sparifjáreigandi stendur uppi fyrir því að gamli bankinn át upp
sparnaðinn hans, en skuldirnar ekki.
T.d.
Fólk átti um 15 milljónir í sparnaði.
Skuldaði. 6 milljónir.
Nú.
0. kr í sparnað.
Skuld 8,5 milljónir.
Og hvað varð um mismuninn?
Var einhver mismunur?
Áttu bankarnir aldrei neinn pening?
Og voru einhverntíman einhverjir peningar á bak við þetta ævintýri?
Og ef það voru til peningar?
Hvar í andskotanum eru þeir?
Fyrst gömlu bankarnir, stjórnendurnir og eigendurnir máttu hirða
innistæðurnar.
Af hverju eiga þeir þá ekki skuldirnar?
Bankarnir voru með margfalda þjóðarframleiðslu í veltu og inneignum.
Eignum í lausafé, eignum í fyrirtækjum, eignum í auðlindum og listum.
Hvar?
Hver?
Hvernig?
Jú í dag kom loksins lán frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
En það er bara LÁN.
Það þarf að borga það!
Og hverjir?
Ég og þú?
Ekki útrásarvíkingarnir!
Ekki?
Ekki?
Ekki?
Þeir eru jú flúnir!
Búnir að gefa út yfirlýsingar að þeir ætla ekki að standa bak við
sínar skuldbindingar, því þeir eiga ekki bankanna lengur.
Sumir ekki einu sinni með Íslenskt ríkisfang.
Náttúrulega til þess að borga ekki skatt hingað heim.
Ekki eru þeir sem stjórnuðu þessari óráðsíu að ábyrgjast neitt.
Enginn virðist vera ábyrgur.
Af hverju hrópum við ekki?
Hinn almenni borgari.
Þetta er nýr banki!
Ný. Kennitala!
Ég skulda þér ekki neitt!!!!
Ný kennitala nýtt fyrirtæki.
Hef aldrei verið í viðskiptum við þig áður.
Sýndu mér kennitöluna sem ég skulda.
Ef hún er ekki til lengur, þá ekki skuldin.
OG.
Fuck you!
( Ísl þýðing: Hafðu kynferðismök við sjálfan þig.).
Ef við öll gerum þetta.
Hvað ætla þeir þá að gera?
HVAÐ?
Getum við ekki farið með þetta til alþjóða dómstóla?
Mannréttindadómstóll?
Hvernig í ósköpunum stendur á þessari einstefnu.
Ef fyrirtæki fer á hausinn.
Þá glatast allt.
Skuldir og eignir.
Þessvegna.
Og einmitt þessvegna.
Skora ég á alla að borga engann yfirdrátt eða bankalán.
Bankinn sem þú skuldaðir er ekki til lengur.
Til hvers að borga fyrirtæki sem tók lán á þínu nafni,barnanna þinna og
barnabarna, til þess að?
Já.
Til þess að?
Af hverju?
Við. Hin Íslenska þjóð.
Erum að Lána bönkunum okkar marga mannsaldra af peningum.
Til þess að skuldirnar okkar glatist ekki.
Hættum þessu.
Hættum að kaupa sleipuefni til þess að láta ríða okkur
blóðugt rassgatið.
Segjum NEI!.
Nei! þýðir Nei!
Það er búið að samþykkja það í alþjóða samfélaginu.
Að Nei! þýði Nei!
En.
Það er búið að nauðga heilli þjóð.
Og.
Það er búið að skuldsetja 2-3 komandi kynslóðir í botn.
Einu sinni var skammast yfir því hvernig ein kynslóð fór með
stríðsgróðann og Marshall aðstoðina.
Það bliknar bara í samanburði við þetta.
En.
Við erum bara heima hjá okkur og bloggum um þetta í staðin fyrir
að gera eitthvað.
Mótmælum!
Mótmælum!
Mótmælum!
Já MÓTMÆLUM eins og aldrei fyrr.
Ég vil draga þá sem komu okkur, hinum almenna borgara, í þessar aðstæður.
Draga þá á torg og fara þannig með þá að það verði skráð í sögubækur .
Síðan kennt í Sögutímun jafnt sem í Félagsfræði, Hagfræði og trúfræði.
( Munið eftir Mammon)
Helst þannig að Franska byltingin blikni í samanburði.
Ég vil Skálmöld.
Ég vil Brennur.
Ég vil Blóðeiða og hefndir.
Ég vil Aftökur.
Ég vil Níðstangir.
Ég vil Þing.
Ég vil Goðin.
Ég vil Sannleika.
Ég vil Trúfestu.
Og síðast en ekki fyrst.
Ég vil Réttlæti.
Í alvöru talað.
Það er búið að þrælsetja Íslensku þjóðina.
Við erum spönn frá gömlu þurfamönnunum.
Við erum spönn frá að vera niðursetningar Evrópu.
Við erum spönn frá torfkofunum.
Við spönn frá fátækt.
Það er búið að fara með okkur á svipaðan hátt og Franski aðallinn
fór með almúgann þangað til að hann brjálaðist á Bastilludeginum.
Við erum bara heppin að árið er 2008.
Og Björk, Sigurrós og Anita Briem eru til.
Annars værum við í miklu verri málum.
Og enginn vildi þekkja okkur
Og við erum í verri málum.
Það er bara ekki búið að segja okkur það ennþá.
En.
Ef við látum troða svona á okkur núna án þess að draga neinn til ábyrgðar.
Verður þetta gert aftur og aftur og aftur.
Var ég búinnað segja aftur?
Já.
Ef það er eitthvað sem við höfum lært af sögubókunum.
Og þær eru nokkuð margar.
Alveg satt.
Drullist bara á bókasafn.
Þá sjáið þið að ég hef rétt fyrir mér.
Þá er það að sagan endurtekur sig.
Ég er brjálaður.
Ps.
Kannski ekki brjálaður.
En ferlega pirraður.
pps.
Dorrit myndi ábyggilega segja núna.
Ísland.
Skuldasta land í Evrópu.
Immagaddus segir..............
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
En ertu ekkert pirraður?
Word verification dagsins er:
ireta
Sem er pólsk, reið kona.
Skrifa ummæli