Haldið þið að ef Ingibjörg Sólrún tæki þátt í píkusögum? Að þá yrðu sögurnar skýrðar þurrpíkusögur?
Eða mussutussur? ( Einþáttungur )
Annars hef ég heyrt því fleygt að eyðimerkurhermenn séu afar þurrir á manninn þegar maður talar við þá. Annars er það að segja um pyntingarnar í Gantanimo bay. Fangarnir þar eru látnir horfa á Guiding light í 12 tíma, síðan Gísla Martein í aðra 12. VÁ!!!!!
Í dag eru akkúrat 10 ár liðin frá því að ég hét því að hætta að drekka. Skál fyrir því.
Ætli það sé ekki erfitt að heita Jack Sober og vera örlagabytta?
Ekki það að ég hafi hætt einhverntíma á þessu tímabili, en það er hugurinn sem skiptir máli. Svona eins og þegar maður hættir að reykja, þá hættir maður fyrst að kaupa sér sígarettur. síðan hættir maður að sníkja af öðrum.
Ég er viss um að Jackson komi sem sigurvegari útúr þessum réttarhöldum og haldi "fullri reisn." Ég er samt ekki eins viss um að hann haldi veskinu sínu.
Hann er nefnilega svo heppinn að vera hvorukyns, og ég er ekki viss um að lög nái yfir fyrirbæri eins og hann.
Frægasta dúkka átti eitthvað merkisafmæli í gær. Jamm Barbie beibið er orðið að ganga 50 og eitthvað.
Aldrei er samt talað um Klaus Barbie. Sem dúkkan er einmitt skýrð eftir. Há ljóshærð og fyrirmynd allra. HMMMMMMM? Skyldu samt margir heittrúaðir gyðingar kaupa Barbiedúkkur fyrir dætur sínar? Og syni ef því er að skipta. HMMMMM?
Bubbi er mikið á milli tannana á fólki þessa dagana.
Komm´on hann var bara að tryggja elliárin. Ég og þú hefðum örugglega gert alveg sama hlutinn, ef við hefðum verið í hans sporum.
Og svo náttúrulega kemur hvorki mér né öðrum við hvað Bubbi gerir við sitt. Rétt?
Leyniþjónustur víða um veröld hafa verið að herða öryggi sitt.
Nú er svo komið að þær eru lamaðar því enginn hefur samband við neinn vegna hættu á leka.
Immagaddus segir......
föstudagur, mars 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli