Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Og það skýrir margt....

Úps!
Einu sinni enn um þessa margrómuðu og umtöluðu vísindamenn.
En vísindamenn hafa nú komist að því að börn sem fæðast snemma á árinu, ganga betur í skóla, eignast fleiri vini og almennt séð komast betur af í lífsbaráttunni.
Ég er til dæmis fæddur í ágúst, sem er tiltölulega seint á árinu.
Það skýrir það af hverju ég var aðeins meðalmaður í skóla, átti fáa en góða ímyndaða vini og nú upp á síðkastið alveg hættur að fá að ríða svo nokkurt gagn er í.

Ég á hinsvegar nokkra vini sem eru fæddir snemma í árinu, og eru þeir flestir mun gáfaðri en ég.
Eru annaðhvot kennarar,bókasafnsfræðingar,leikstjórar,kafteinar eða læknar.
Eru giftir og eiga næstum allir börn og buru. Sumir eiga þó bara buru.
Hinsvegar eiga þeir verri vini en ég.
Nema einn hann er frelsaður, og ég get náttúrulega ekki keppt við jesú.
Allavega ekki ennþá.
Ég þarf bara að mæta í veginn og taka nokkrar krossaspurningar og þá kemur í ljós hversu heilagur/óheilagur ég er.

Ég trúi því að ef maður trúi því að maður trúi því að maður trúi nógu mikið þá trúi maður því að maður trúi það mikið að trúin flytji fyrir mann heilu búslóðirnar.

Ef einhver getur sagt mér hversu mörg" ég " ég skrifaði í þessu bloggi.
þá ætti hinn sami að fá sér líf.


Immagaddus segir.................



2 ummæli:

Bjössi sagði...

Ég er t.d. fæddur í febrúar. Spurning hvort könnunin tekur mið af því að upphaflega voru áramótin 1. mars því mér gengur hörmulega í skóla, sérstaklega eftir að ég gerðist kennari. Auk þess fæ ég sjaldnar að ríða en Immagaddus þó ég sé giftur og það hafi staðið í sáttmálanum að ég ætti að fá það hvenær sem ég vil. Þeir sem hafa séð konuna mína sklja að það gerist ekki oft. Og ég miða bara við þau skipti sem Immagaddus fær að ríða og finnur sig knúinn til að segja frá því. Sem er sennilega oftast, miðað við tröllasögurnar um konur frá Angóla sem spangóla. Ef það eru einhverjar sem ekki eru til frásagnar vil ég virkilega ekki heyra um þær. Og ég þarf virkilega að finna mér betri vini, eða amk. yngri.

Immagaddus sagði...

Jæja nú er það svart. Svo þú manst eftir Angólunni.
Hún var svosem ekkert tröll að vexti. eh. Í raun er enginn tröllasaga þaðan.