Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Næstum því satt.

Nú er verið að segja í fréttum að Hvalur níu sé hættur veiðum.
Einnig var sagt að nú væru tvær langreyðar óveiddar.
Ansi á ég nú bágt með að trúa því.
Að það séu bara tvær langreyðar eftir óveiddar.
Það hljóta að vera til fleiri óveiddar langreyðar.
Ég hef heyrt að Atlandshafið sé hálffullt af þessum kvikindum.

Nýlegar kannanir sýna að 60 % kvenna trúa á drauga.
Sennilega vegna þess hversu gaurarnir sem höfðu við þær kynferðismök eru snöggir að hverfa.

Lifrarpollur er að fara að keppa við Birmingham í kvöld.
Vonandi gengur þeim betur en nágrönnunum í Manchester, sem töpuðu fyrir Southpark í gær.
Eastwood ku hafa skorað eina mark leiksins.

Immagaddus segir............................

Engin ummæli: