Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Peysurnar frá Ændhófen.

Jæja.
Nú er ég að gera mig klárann til að fara að sjá Lifrarpoll gegn peysunum frá Ændhófen.
Búinn að fá mér jólabjór.
Tek eitthvað yfir fimmvagninn niður á Grandrokk.

Eins gott að þessir aulabárðar drullist til að vinna í kvella.

Annars á ég nóg af bjór hérna heima, og er einnig áskrifandi að Sýn, þannig að tæknilega er þetta eins og að fara yfir vatnið til þess að ná sér í læk.
En ég hef aldrei verið talinn með skynsamari mönnum, þegar kemur að íþróttaviðburðum sem geta haft bjórdrykkju í för með sér er jamm þið vitið hvað klukkan slær.

Annars er ég farinn að stórefast um að þetta séu íþróttaviðburðir þegar Lifrarpollur er að (keppa.)
Það er aðallega viðburður þegar þeir vinna.
En á fátt skylt við íþróttir.Meira svona " Heppni,,


Immagaddus segir.

Engin ummæli: