Jæja.
Nú er farið að styttast ískyggilega mikið í Englandsferðina.
Búinn að fara í klippingu bæði á hári og nöglum.
Búinn að ná mér í gjaldeyri.
Og búinn að fá mér bjór.
Nú er ég loksins kominn í frí.
Púllararnir spila við PSV í kvöld.
Chris ætlar að gista, þannig að við förum báðir héðan úr Rauðagerðinu eldsnemma í málinu hinu fyrra..
Nú þarf bara að plata einhvern til að skutla okkur.
En sennilega tökum við Taxa.
Fljúum út með British Airways.
Sem er dótturfyrirtæki Icelandic airwaves.
Einhvernveginn þynnkumst við allavega til Englands.
Immagaddus segir.................
þriðjudagur, apríl 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli