Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Fólk er skemmtilegt.

Er eitthvað til sem heitir. Snefilefnisþráhyggja?
Svar: Já.
Og það er til fólk sem er haldið þessari þráhyggju.
Þetta fólk skiptist hinsvegar í nokkra hópa.

Hópur eitt.
Fólk sem kemur úr heilbrigðisgeiranum.
Það er að berjast á tveimur vígstöðvum.
Annaðhvort er það að berjast fyrir því að láta okkur borða betri mat, eða þá að það er að berjast á móti matnum sem okkur finnst betri.

Hópur tvö.
Fólk sem hlustar bara á fólk úr heilbrigðisgeiranum. Það lítur út fyrir að vera 3000 ára múmíur, vegna þess að það borðar ekkert nema snefil af því sem er RDS. Semsagt, borðar aðeins snefilefnin.
Versta tegund þessa hóps er það róttækt að það borðar ekkert sem varpar skugga.
Velur föt úr hampi.

Hópur þrjú.
Fólk sem blustar bara á fólk sem hlustar bara á fólk úr heilbrigðisgeiranum. Það lítur út eins og 2000 ára múmíur. Enda borðar þessi hópur ekkert sem kemur úr dýraríkinu.
Neytir aðeins grasa,grænmetis og ávaxta.
Velur föt úr hampi.

Hópur þrjúoghálft.
Fólk sem er búið að hlusta á fólk, sem hlustar bara á fólk úr heilbrigðisgeiranum, en einnig hefur vit á því að vita að fólkið sem hlutsaði bara á fólk úr heilbrigðisgeiranum, sem hlustaði bara á fólk úr heilbrigðisgeiranum, hefur rangt fyrir sér.
Það étur matinn frá dýrunum,eggin þeirra,mjólkurafurðirnar,Gengur í leðri og pelsum,Ættleiðir börn og gerir þau að eiturlyfjafíklum, fórna síðan geit til að lækna þau,gera síðan bíómynd um það
Rífur síðan kjaft yfir því hversu illa er farið með dýr.

Hópur fjögur.
Við hin.


Immagaddus segir............................

Engin ummæli: