Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Ó þú veröld.


Stundum er veröldin það ótruleg, að maður verður bara orðlaus.
Þessa frétt sá ég á mbl.is í dag.
Varð bara að láta hana flakka hér.


Maður skar af sér getnaðarliminn á veitingastaðnum Zizzi á Strand í miðborg London. Lögregla þurfti að beita táragasi til að yfirbuga manninn sem skar sjálfan sig víða. Hann var stöðvaður í eldhúsdyrunum af starfsfólki veitingastaðarins á sunnudagskvöld. Þá tók hann á rás náði í hníf á öðrum stað á veitingastaðnum, hljóp inn í matsalinn þar sem hann skar sig á úlnliðum og nára.

Samkvæmt fréttavef BBC er maðurinn á bilinu 30 til 40 og olli sjálfur sárum sínum. Hann var fluttur á sjúkrahús í Suður-London og er ástand hans stöðugt en að sögn mun skurðlæknum ekki hafa tekist að festa liminn aftur á hann.

Þetta gerðist á augabragði og var auðvitað alveg hræðileg upplifun bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk,” sagði starfsmaður Zizzi og bætti við: „Það særðist enginn annar en maðurinn sjálfur.”

Semsagt ekki kaupa " Bangers and mash,, á þessum veitingastað.

Immagaddus segir..........................



Engin ummæli: