Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

föstudagur, júlí 27, 2007

Líkamsrækt.

Var
ekki
í
vinnu
í
gær.

Datt
inn
í
Vörutorgið á skjá einum.
Þar var meðal annars verið að prómótera handlóð.
Og það æðislegasta,
Þú finnur munin á aðeins tveimur vikum.
Hmmm?
Munin á veskinu eða heilsunni.
Þarna var fólk, haldandi á handlóðunum, æðandi upp fjöll og fyrnindi.

Hvort var það að megrast við það að stunda heilbrigða útiveru, eða að reyna að lyfta lóðunum
á meðan það var að klára fjallgönguna.

Ókei.
Auglýsið handlóð.
Fyrir feita bastarða eins og mig, og látið eins og ég get orðið fitt heima. ( HAH!)
Ekki auglýsa þau þannig að ég þurfi að gera eithvað í mínum málum.
Annars er á ég góð handlóð. Eitt pund af bjór sem ég lyfti reglulega.


Immagaddus segir................

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einstaklega fyndið að sjá "víbrínginn" á liðinu þegar 14.990kr handlóðin sveiflast fram og til baka....
lu ha lu ha lu ha...