Var að spá í hvað Guð var að pæla þegar
hann loksins ákvað að kalla öll dýr merkurinnar
saman ásamt manninum til fundar.
Nú átti að útdeila aðferðum hvernið tegundirnar gætu
fjölgað sér.
Eins og allir vita byrjaði hann á hundunum.
Og sagði.
" Þið fáið hundastellinguna."
Síðan kom kettirnir.
Og hann sagði.
" Þið fáið hundastillinguna."
Kettirnir mölduðu í móinn en Guð var óhagganlegur
í ákvörðun sinni.
(Og ef þið lesið Biblíuna, þá átti þessi óhagganleiki bara eftir að ágerast.)
Síðan rollurnar,nashyrningar,mýs og rottur,antílópur sem eru skrítin dýr, alveg öfug á við lópur.
Flóðhestar,zebrahestar,rugguhestar og smáhestar.
Nashyrningar,hýenur,lamadýr og svo framvegis.
Hundastelling á línuna.
þangað til að kom að gíröffunum.
Jú jú.
Þeir voru líka með hundastellingu en voru lengi að finna út hvernig hún virkaði vegna
þess að Guð hnerraði þegar hann var að hanna á þeim hálsinn.
Eða þannig.
Við manninn sagði hann.
Veit ekki alveg hvaða aðferð ég á að úthluta þér.
Þar sem þú kemur til með að nota hundastellinguna á flest all sem á
vegi þínum verður.
Svo þá mátt bara hafa þetta allt.
Liggjandi ,hangandi í ljósakrónu, aftanfrá,framanfrá aftan og framanfrá í hraðbanka.
Þú mátt vera með sítt að aftann og með kúrekahatt á meðan einhver
tengir punginn á þér við rafgeymi.
Mér er sama.
Við Laxinn sagði hann.
Sem mætti síðastur......Lexía þar.
Hmmm.
Þú þarft að synda upp alveg rosalega straumharða á.
Alveg þangað til þú kemur að háum fossi.
Þá þarftu að reyna að stökkva yfir hann með öllum þínum mætti.
Og ef það tekst tekur við sundsprettur.................
Alveg að næsta háa fossi.
Sem þú þarft líka að stökkva yfir.
Svo til þess að gera þetta spennandi.
Ætla ég að setja fullt af mönnum með prik og
girni og girnilegar beitur á báða árbakkanna.
Ef þú sleppur frá þessu öllu.
Þá drepstu um leið og þú færð það.
Immagaddus segir............
föstudagur, mars 07, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
9,5
Hló svo hátt að þessu um gíraffana að ég vakti Rósu. Þá er dagurinn ónýtur.
Word verification dagsins er:
npytwfeq
Sem er það sem hún muldraði upp úr svefnrofunum.
Skrifa ummæli