laugardagur, nóvember 15, 2008
Frábær dagur.
Fór að horfa á Liverpoolleikinn áðan.
Drullu kalt úti.
Ákvað að vera áfram í náttbuxunum, innannundir
buxunum sem ég færi út í,
nota þær sem nokkurskonar föðurland.
Jamm:
Þannig fór ég, og sá Liverpool vinna leikinn.
Mér var skutlað heim.
Fór í smá heimilisverk o.s.f.v.
Síðan kom að því, eins og við öll gerum þegar slappa skal af heima til.
Þá þarf að skipta um föt.
Fara í eitthvað þægilegt.
ÆÐISLEGT.
Ég þurfti bara að fara úr buxunum og sjá.
Í allri sinni dýrð.
NÁTTBUXUR!
Vá maður hvað ég var happí.
Tilbúinn í sófann, poppið og kókið.
Snilld.
Immagaddus segir..............................................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli