föstudagur, nóvember 14, 2008
Útrás.
Lag: Ég hef setið við gluggann. >Bubbi.
Ég hef setið við skjáinn, heyrt hann tala,
um komandi góðæri, gull flæðir inn.
Aldrei séð hann, svo glaðann mala,
ekkert ómögulegt,ég eignast þett´allt.
Gjaldeyrir,hlutabéf,inneignirnar segja hvar ertu nú í kvöld.
Gegnum norðanvindinn lýðurinn svíður og sveltur í heila öld.
Því þú gast ekki, því þú gast ekki.
því þú gast ekki, því þú gast ekki.
Því þú gast ekki. Borgað neitt.
Ég hef setið við skjáinn heyrt hann tala,
um komandi harðæri autt tómið í.
Aldrei séð hann svo svartann áður,
ekkert er mögulegt, ég á ekki neitt.
Auðurinn farinn í örfáa vasa sem fóru héðan í gær.
Gjaldþrota þjóð sem að húkir við hafið með skuldir sem engu nær
Því þú villt ekki,því þú villt ekki.
Því þú villt ekki,því þú villt ekki.
Því þú villt ekki. Borga neitt.
Immagaddus segir..........................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli